Undanfarna mánuði hefur félagið unnið að því að stofna bogfimideild innan félagsins. Markmiðið með stofnun deildarinnar er að efla íþróttastarf á Snæfellsnesi og auka afþreyingarmöguleika fólks sem býr á Snæfellsnesi.
Undirbúningur fyrir stofnun deildarinnar hófst árið 2016. Þá kom Indriði Ragnar Grétarsson í heimsókn til okkar og haldinn var kynningardagur þar sem áhugasömum gafst kostur á því að kynna sér íþróttina og reyna fyrir sér í bogfimi.
Mikill áhugi er á bogfimi hér á svæðinu og nú er stofnun deildarinnar á loka metrunum. Við vonum að með stofnun bogfimideildar muni íþróttastarf á Snæfellsnesi eflast enn frekar.
Indriði Ragnar Grétarsson leiðbeinir félagsmönnum.
Comments