top of page

​

 

Lög  Skotfélags Snæfellsness
Samþykkt á aðalfundi þann 8. maí 2014

 

 

1. Kafli 

 

             1.1    Félagið heitir Skotgrund - Skotfélag Snæfellsness.

 

             1.2    Aðsetur félagsins og æfingasvæði er Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði.

 

             1.3    Stefna félagsins er að vera aðili að HSH, ÍSÍ og Skotsambandi Íslands.

 

   1.4   Stefna félagsins er m.a að;

   a) Útvega húsnæði fyrir félagsfundi.

   b) Skapa félögum aðstöðu til skotæfinga.

   c) Stuðla að fræðslu um málefni er snerta skotfimi og skotvopn.

   d) Eiga samvinnu við önnur íþrótta- og skotfélög.

  

  

  2. Kafli

 

2.1   Félagsmenn verða allir að játast undir lög og siðareglur félagsins.

 

2.2    Félagi nýtur fullra réttinda þegar hann hefur greitt árgjald sitt.

 

2.3    Árgjald félagsmanna skal ákveða á aðalfundi.

 

2.4   Gerist félagsmaður brotlegur við lög félagsins eða siðareglur, getur stjórn

        félagsins veitt honum áminningu eða vikið honum úr félaginu. Skal hún

        tilkynna honum skriflega um úrskurð sinn og geta ástæðna hans.  Fallist

        viðkomandi ekki á málsmeðferð stjórnar þá getur hann skotið máli sínu fyrir

        aðalfund sem fellir endanlegan úrskurð.  

 

2.5   Félagsmaður sem ekki greiðir árgjald fyrirgerir rétti sínum.

        Ef félagsmaður hefur ekki greitt árgjald í lok starfsárs skalhann strikaður út af félagsskrá.

   

2.6   Félagsmaður sem skuldar vallargjöld eða önnur gjöld vegna skotæfinga í lok starfsárs,

        fyrirgerir rétti sínum og nýtur ekki fullra réttinda á æfingasvæði.

    

2.7   Enginn félagsmaður ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins eða eignum þó hann hverfi úr félaginu.

 

2.8   Enginn félagsmaður á tilkall til hluta af sjóðum félagsins eða eignum þess þó hann hverfi úr félaginu.

 

 

    3. Kafli 

 

3.1   Stjórn félagsins skal vera skipuð sjö mönnum;  formanni, ritara, gjaldkera og fjórum

        meðstjórnendum.  Heimilt er að bæta við tveimur stjórnarmönnum til viðbótar sé þess þörf.

        Formaður skal kjörinn sérstaklega, en að öðru leiti skiptir stjórn með sér verkum.  

        Stjórnarmenn skulu hafa skráð lögheimili- og fasta búsetu á Snæfellsnesi. Þá skal stjórnin

        vera skipuð að lágmarki einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi á Snæfellsnesi, sé það mögulegt.

 

3.2    Stjórn félagsins og formaður skulu kjörin til eins árs í senn.

 

3.3   Stjórnarkjör skal fara fram á aðalfundi og skal kosning vera skrifleg nema meirihluti

        fundarmanna samþykki annað.

 

3.4    Stjórn félagsins ræður málefnum þess á milli aðalfunda og ber ábyrgð á fjárreiðum þess.

 

3.5    Stefna félagsins er að standa fyrir fræðslu og skotvopnanámskeiðum í samstarfi við

         Umhverfisstofnun og Lögregluna á Vesturlandi. 

 

3.6    Skotsvæði skal vera lokað meðan á smölun stendur í Grundarfjarðarbæ (Eyrarsveit) og

         skal skilti komið fyrir við skotsvæði með upplýsingum um slíkar tímabundnar lokanir.

 

3.7    Gerðir stjórnarinnar skulu bókaðar.

 

 

    4. Kafli

 

4.1    Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.

 

4.2    Aðalfund skal halda í maí ár hvert. Til hans skal boðað með auglýsingu á áberandi

         stað með minnst tveggja vikna fyrirvara.

 

4.3    Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi,

    a) Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

    b) Ársreikningur og árgjald ákveðið.

    c) Kosning formanns, stjórnar og skoðendur reikninga.

    d) Önnur mál.

 

4.4    Lögum félagsins verður aðeins breitt á löglegum aðalfundi.

         Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins minnst viku fyrir aðalfund.

         Breytingartillögum skal dreift á meðal fundarmanna og skal greitt atkvæði um þær

         undir liðnum, önnur mál.

 

4.5    Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað.

​

​

​

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

​

Annað:

​

Stjórn Skotfélags Snæfellsness skal skipuð 7 stjórnarmönnum og fer hún með æðsta vald þess. 

Heimilt er að bæta við tveimur stjórnarmönnum ef mörg verkefni liggja fyrir.  Þá skal stjórnin vera

skipuð 9 stjórnarmönnum tímabundið.

Stjórn félagsins skal annast um að skipulag félagsins og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi.

​

Stjórn skal jafnframt stuðla að viðgangi félagsins og langtímaárangri og hafa eftirlit með

daglegum rekstri þess.

​

Til að stuðla að því að stjórnin vinni að hagsmunum félagsins og allra félagsmanna skal

gæta að óhæði stjórnarmanna gagnvart félaginu og félagsmanna þess.

​

Mikilvægt er að stjórn leggi reglulega mat á árangur félagsins í heild.  Samskipti stjórnar við

félagsmenn eiga að einkennast af hreinskilni og vera skýr og samræmd.  Meginlutverk

stjórnar er að stýra starfseminni í samræmi við vilja félagsmanna.

bottom of page