SKOTFÉLAG SNÆFELLSNESS
Félagið
Skotfélag Snæfellsness var stofnað af skotáhugamönnum í Grundarfirði þann 10. október árið 1987. Félagið hét í þá daga "Skotgrund" sem er stytting af "Skotveiðifélag Grundarfjarðar og nágrennis". Árið 2014 var nafni félagsins breytt í "Skotfélag Snæfellsness" og starfar félagið sem íþróttafélag undir merkjum HSH og ÍSÍ.
Æfingasvæðið
Æfingasvæði félagsins er í landi Hrafnkelsstaða í Kolgrafafirði sem er í eigu Grundarfjarðarbæjar og hefur félagið verið með svæðið á leigu frá árinu 1988. Uppbygging hófst á svæðinu sama ár og hefur verið stöðug síðan. Æfingasvæði félagsins er eitt það besta hér á landi frá náttúrunnar hendi og þar er að finna 600m langa riffilbraut, leirdúfuskotvöll og félagshúsnæði félagsins.
​
Félagsmenn
Félagsmenn eru um 250 talsins og eru á öllum aldri. Mikið er lagt upp úr því hjá félaginu að allir fái að vera með og að allir geti tekið þátt og hafa margir fundið skotíþróttina sem sameiginlegt fjölskylduáhugamál. Börnin, foreldrar, amma og afi og allir hinir hittast í fallegu umhverfi til að njóta útivistar og sameiginlegs áhugamáls.