top of page
Search

Arnar Geir sjálfboðaliði ársins

Arnar Geir var útnefndur sem sjálfboðaliði Skotfélags Snæfellsness árið 2025 og var heiðraður af HSH þann 11. janúar sl. Á hverju ári þá heiðrar HSH íþróttafólk og sjálfboðaliða sem skarað hefur framúr á árinu og boðað var til samkomu í Langaholti þar sem þetta góða fólk veitti viðurkenningunum viðtöku.

Arnar Geir er starfandi formaður Skotfélags Snæfellsness og hefur verið einn virkasti félagsmaður félagsins. Hann hefur verið fremstur í flokki þegar kemur að uppbyggingu og framkvæmdum á æfingasvæði félagsins og hann átti stóran þátt í uppsetningu á nýju félagsheimili félagsins sem félagið keypti og setti upp síðasta sumar ásamt því að gera vatnsveitu o.fl. á æfingasvæðinu.

Þá hefur Arnar Geir verið brautryðjandi hjá félaginu í keppnisgrein sem heitir PRS þar sem hann hefur skipulagt æfingar og keppni í greininni, samið mótin, sett upp þrautirnar og séð um framkvæmd mótanna ásamt því að leiðbeina nýliðum. Þetta er tiltölulega ný keppnisíþrótt sem hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi og má það m.a. þakka Arnari fyrir því hann hefur setið í stjórn PRS Ísland og átt stóran þátt í útbreiðslu íþróttarinnar á Íslandi. Þá skipulagði Arnar Geir stórmótið European PRO Series sem haldið var hjá Skotfélagi Snæfellsness sumarið 2025 þar sem keppendur komu m.a. frá Ameríku og fjölda Evrópuþjóða. Mótið skipulagði Arnar Geir og hann sá um framkvæmd mótsins frá a til ö. Skotfélag Snæfellsness og PRS Ísland væru ekki komin eins langt og raun ber vitni ef það væri ekki fyrir störf Arnars Geirs. Takk Addi.


 
 
 

Comments


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page