top of page
Search

Skotíþróttamanneskja HSH

Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir hefur verið útnefnd sem skotíþróttamanneskja HSH árið 2025. Á hverju ári þá heiðrar HSH íþróttafólk og sjálfboðaliða sem skarað hefur framúr á árinu og boðað var til samkomu í Langaholti síðastliðinn laugardag þar sem þetta góða fólk veitti viðurkenningunum viðtöku.


Aðalheiður Lára hefur verið einn fremsti keppandi Skotfélags Snæfellsness í skotíþróttum um árabil. Heiða Lára keppir allt árið um kring í nafni Skotfélags Snæfellsness og á nýliðnu ári keppti hún einnig fyrir Íslands hönd á smáþjóðaleikunum sem haldnir voru í Andorra. Hún er að bæta sig með hverju árinu og er oftast á verðlaunapalli eða á meðal efstu keppenda á þeim mótum en hún tekur þátt í. Hún keppir bæði skammbyssugreinum sem og riffilgreinum og einnig í loftbyssugreinum. Þess má einnig geta að Aðalheiður Lára var kosin inn sem varamaður í stjórn Skotíþróttasambands Íslands á þessu ári. Við óskum Heiðu Lára innilega til hamingju með flottan árangur á keppnisvellinum.


Myndina tók Jóhann A. Kristjánsson

 
 
 

Comments


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page