top of page
Search

Rafmagn komið á "Skálann"

Skotfélag Snæfellsness var stofnað árið 1987 og fagnar 39 ára starfsafmæli síðar á þessu ári. Félagið hefur rekið skotæfingasvæði í Kolgrafafirði frá árinu 1988 og núna 38 árum síðar erum við loksins að fá rafmagn á æfingasvæðið. Hingað til hefur félagið þurft að sætta sig við ljósavél með tilheyrandi veseni, en stjórn félagsins hefur beitt sér kröfuglega fyrir því síðastliðin 15 ár að fá rafmagn. Sá draumur er nú að verða að veruleika en í haust var plægður niður strengur inn fjörðinn og spennir settur við æfingasvæðið. Síðastliðinn föstudag var svo rafmagn tengt inn í nýja félagsheimilið og það er því komið ljós og hiti í "Skálann". Það er þó töluverð vinna eftir ennþá við að tengja rafmagn yfir í hin húsin. Þetta eru þó stór tímamót hjá félaginu og það er ljóst að með rafvæðingu mun öll starfsemi félagsins færast upp á hærra plan.

Ljósavél félagsins verður til sölu á næstu misserum.

 
 
 

Comments


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page