top of page
Search

Uppbygging á æfingasvæðinu

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur á æfingasvæðinu í framkvæmdum að við höfum ekki gefið okkur tíma til rita fréttir af því sem er að gerast. Fyrst voru það skotprófin fyrir hreindýraveiðimennh og núna síðustu daga hafa félagsmenn verið að vinna langa daga fram á kvöld við mótauppslátt og steypuvinnu. Markmiðið er að steypa stétt og tröppur fyrir framan nýja félagsheimilið ásamt rampi fyrir hjólastóla. Í gær var steypu svo sullað í mótin og steypt var stétt milli húsanna. Þá er búið að panta hjartastuðtæki fyrir æfingasvæðið og panta nýja glugga og hurðir í félagsheimilið. Þá stendur einnig til að mála húsin að utan í sumar og svo er auðvitað undirbúningur fyrir Fossbuinn PRS Match mótið í fullum gangi. Það er því nóg að gera hjá sjálfboðaliðum félagsins.

ree

 
 
 

Comments


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page