top of page
Search

Fréttir af starfseminni

Nú þegar jólin eru að ganga í garð er nóg að gera hjá flestum við jólaundirbúning, en það er sömuleiðis margt að gerast hjá félaginu okkar. Búið er að tengja rafmagn að skotsvæðinu og við bíðum nú eftir að rafmagnið verði tengt inn í hús. Þá er verið að smíða festingar undir varmadælurnar okkar, en við keyptum nýlega varmadælur til þess að hita skothúsið og félagshúsnæðið. Þá má nefna að unnið er að uppfærslu á heimasíðunni okkar þar sem nýjum upplýsingum verður bætt við og sömuleiðis erum við að smíða "mobile" útgáfu af henni þar sem hægt verður að nálgast helstu upplýsingar um félagið í gegnum snjallsíma. Svo má nefna skotvopnanámskeið sem nú er hægt er að taka í heimabyggð og nokkrir hafa nýtt sér og við erum að sinna því eftir þörfum.

Stjórn félagsins er farin að skipuleggja næsta ár s.s. framkvæmdir og mótahald o.fl. Við stefnum á að halda skemmtimót í PRS milli jóla- og nýárs en það verður auglýst síðar. Árlegt sjómannadagsmót í leirdúfuskotfimi verður svo á sínum stað næsta sumar en það verður haldið fimmtudaginn 4. júní. Dagana 18.-19. júní verður Fossbuinn Challenge PRS Pro Match, en þar er um að ræða fjölþjóðlegt skotmót í PRS. Hægt er að lesa meira um það mót hér:

ree


 
 
 

Comments


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page