Framkvæmdir
- skotgrundmot

- Aug 15
- 1 min read
Það er búið að vera í nógu að snúast á skotsvæðinu síðustu daga. Steypuvinnan gekk vel í vikunni en steypt var stétt fyrir framan nýja skálann og einnig gangstétt áleiðis upp að riffilböttunum, en við ætlum að hafa aðgengi fyrir hjólastóla alveg upp að 100m battanum. Þá hafa verið settir upp sápuskammtara, handþurrkuskammtarar, handlaugar o.fl. á salernin og búið er að fara nokkrar ruslaferðir. Nú tekur við PRS skotmót um helgina og við bjóðum áhorfendur velkomna. Við munum svo færa fréttir af mótinu hér á síðunni.







Comments