top of page
Search

Vorverkin skipulögð

Þrátt fyrir að skíðavertíðin standi sem hæst og kuldalegt sé um að lítast á skotsvæðinu þá er nóg um að vera þar og við erum líka farin að huga að vorverkunum. Síðastliðinn þriðjudag var haldinn formannafundur innan HSH þar sem forsvarsmenn aðildarfélaga innan HSH hittustu og ræddu málin ásamt framkvæmdastjóra HSH.


Næstkomandi mánudag verður svo haldinn stjórnarfundur hjá stjórn Skotfélags Snæfellsness þar sem m.a. verður farið yfir fjármálin og uppbyggingu á æfingasvæðinu og komandi vikur verða skipulagðar. Þeir sem hafa hugmyndir að framkvæmdum eða endurbótum geta sett sig í samband við stjórn félagsins.


Annars eru fjölmargir félagsmenn að stunda skotæfingar þessa dagana, einhverjir eru að keppa innanhúss og PRS hópurinn er stórhuga fyrir sumarið.


6 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page