Skotvopnanámskeið í heimabyggð
- skotgrundmot

- Oct 12
- 1 min read
Skotfélag Snæfellsness hefur í áratugi boðið upp á skotsvopnanámskeið og veiðikortanámskeið, fyrst í samstarfi við lögregluembættið á Vesturlandi og síðar í samstarfi við Umhverfisstofnun. Þá voru haldin helgarnámskeið þar sem nemendur sátu námskeið í staðnámi og luku námskeiðinu með skriflegu prófi ásamt verklegri þjálfun.
Nú er það SKOTVÍS sem heldur utan um skotvopnanámskeiðin og veiðikortanámskeiðin á Íslandi og bóklegi hlutinn fer fram í netskóla. Hann er hægt að taka í tölvunni heima og þegar nemendur hafa lokið netskólanum þá skrá nemendur sig í skriflegt próf. Nú er boðið upp á að taka skrifleg próf í Grunnskóla Grundarfjarðar og Dagný Rut Kjartansdóttir fulltrúi SKOTVÍS hefur umsjón með prófunum. Skotfélag Snæfellsness sér svo um verklega þjálfun. Það hefur því aldrei verið eins auðvelt fyrir Snæfellinga að ná sér í skotvopnaleyfi því nú er hægt að taka allt námið hér í heimabyggð. Hér eru frekari upplýsingar Heim - Skotveiðiskólinn.
Dagný Rut (s.847-6600) veitir frekari upplýsingar um skriflega prófið.







Comments