Maríuerlan er flutt inn
- skotgrundmot
- 5 days ago
- 1 min read
Maríuerlan sem hefur haldið til á æfingasvæðinu okkar undanfarin ár er komin aftur og er að hreiðra um sig á skotæfingasvæðinu. Hún hefur sett upp varp við húsin okkar í nokkur ár og við ákváðum því í fyrra að setja upp fuglahús fyrir hana. Svo virðist vera að henni líki vel við húsið því nú er hún að koma sér fyrir í húsinu annað árið í röð. Við biðjum félagsmenn um að passa vel uppá hana.

Comments