top of page
Search

Formannafundur

Í gær var haldinn formannafundur þar sem formenn íþróttafélaga innan HSH funduðu með stjórn HSH (Hérðassamband Snæfells- og Hnappadalssýslu). Formaður Skotfélags Snæfellsness sat fundinn og þótti fundurinn mjög góður. Rædd voru ýmis mál s.s. heildarstefna HSH, samstarf milli aðildarfélaga, þjálfaramál, samgöngumál iðkennda milli sveitarfélaga, gæðahandbók fyrir þjálfara- og foreldra iðkennda o.fl.

Þá fékk hvert aðildarfélag smá tíma til að segja frá starfi síns félags og segja frá framtíðaráformum og vandamálum. Það voru allir sammála um að gott samstarf muni efla öll aðildarfélögin og stjórn HSH er tilbúin að styðja við félögin eftir fremsta megni.

Mynd frá Héraðsþingi HSH 2022.

8 views0 comments

Comments


bottom of page