
fÉLAGSHÚSNÆÐI
Skotfélag Snæfellsness er með tvö félagshúsnæði á æfingasvæði félagsins. Eldra húsnæðið er 20 m2 timburhús sem staðsett er við leirdúfuskotvöll félagsins. Það var keypt í desember 2001 og flutt inn á æfingasvæði á vordögum árið 2002. Húsið var mikið endurnýjað árið 2007 og aftur 2023. Húsnæðið skiptist í alrými með litlum eldhúskróki og þar að auki er lítil snyrting. Fyrir framan húsið er stór verönd á móti suðri.

Skálinn
Nýrra húsið okkar eða "skálinn" er 60m2 timburhús sem byggt var árið 1980. Húsnæðið var áður golfkskáli Golfklúbbsins Jökuls í Ólafsvík. Húsið keyptum við sumarið 2022 og fengum það afhent í maí 2025. Húsið var flutt inn að skotsvæðinu okkar í þann 21. maí 2025 og er góð viðbót við önnur mannvirki á svæðinu. Húsið skiptist í anddyri, eldhús, tvö salerni og stóran sal sem rúmar 35-40 manns í sæti.



