top of page
Search
Writer's pictureskotgrundmot

Sumarsólstöðuskemmtun

Í kvöld (miðvikudag) ætlum við að halda árlega sumarsólstöðuskemmtun á æfingasvæðinu. Við ætlum að hittast um kl. 20:00 og vera fram eftir kvöldi. Hver og einn kemur bara með sitt dót og við skjótum saman inn í nóttina. Það er engin formleg dagskrá en markmiðið er bara að hittast og skjóta saman.


Við höfum haldið þennan viðburð árlega í nokkur ár og hann verður vinsælli með hverju árinu. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir alla nýju félagsmennina okkar til að koma og kynnast öðrum félagsmönnum og kynnast æfingasvæðinu.



11 views0 comments

Comments


bottom of page