top of page
Search

Steini "Gun" heiðraður

Writer: skotgrundmotskotgrundmot

Val á íþróttamanni ársins hjá Grundarfjarðarbæ var kunngert við hátílega athöfn í samkomuhúsi Grundarfjarðar á gamlársdag. Við sama tækifæri ákvað íþrótta- og tómstundanefnd Grundarfjarðar að standa fyrir þeirri nýbreytni að veita sjálfboðaliðum í baklandi íþróttastarfs og tómstunda þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf sitt.


SJÁLFBOÐALIÐI Í 35 ÁR

Þorsteinn Björgvinsson eða "Steini gun" eins og hann oftast er kallaður átti hugmyndina að stofnun félagsins árið 1987. Hann fékk þá Birgi Guðmundsson, Unnstein Guðmundsson og fleiri góða menn í lið með sér og í sameiningu skipulögðu þeir stofnfund félagsins.

Steini var kosinn sem fyrsti formaður félagsins og gegndi hann því starfi fyrstu 3 árin. Hann sat óslitið í stjórn félagsins í 32 ár eða fram til ársins 2019 þegar hann ákvað að hleypa yngri mönnum að. Þrátt fyrir að hafa hætt í stjórn félagsins þá hefur hann ekki slitið sig frá frá félaginu og er enn mjög virkur félagsmaður og er enn þann dag í dag alltaf með fyrstu mönnum til að mæta þegar á þarf að halda hvort sem það er við viðhaldsvinnu, uppbyggingu eða mótahald. Steini lagði grunn að uppbyggingu þessa öfluga félags og hefur hann starfað af heilindum fyrir félagið óslitið í 35 ár. Takk Steini.


 
 
 

Comments


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page