top of page
Search

Raf-magnað skotsvæði

RAF-MAGNAÐ SKOTSVÆÐI: gríðarlega mikil uppbygging hefur átt sér stað á skotsvæðinu undanfarna mánuði. Skotæfingar eru nú stundaðar flesta daga ársins og félagsmönnum fjölgar í hverjum mánuði.


Um helgina var hafist handa við að hækka veginn að skotsvæðinu svo hann verði líka akfær yfir vetrarmánuðina. Draumurinn er að geta verið með skipulagt íþróttastarf allt árið um kring.

Einnig var farið í miklar jarðvegsframkæmdir til snyrta svæðið og til að undirbúa komu nýja félagsheimilisins sem er væntalegt á næstu misserum.


Innan skamms verðum við komin með allt sem þarf til að vera með öflugt íþróttastarf.......NEMA RAFMAGN. Það er ekki hægt að vera með skipulagt íþróttastarf eða aðra starfsemi nema vera með frostfrí hús og rennandi vatn í salernin.


Við höfum barist fyrir því í 13 ár að fá rafmagn á svæðið og í lok síðasta mánaðar sendi HSH frá sér áskorun til sveitarfélaganna á Snæfellsnesi að beita sér fyrir því að aðstoða Skotfélag Snæfellsness við að rafvæða svæðið.

Snæfellsbær brást skjótt við erindinu og tók jákvætt í það að eiga samtal við fulltrúa HSH og annarra sveitarstjórna. Við vonum að hin sveitarfélögin á Snæfellsnesi munu sömuleiðis taka jákvætt í erindið og sú vinna sem framundan er muni skila farsælli niðurstöðu, því það er ljóst að félagið á sér ekki framtíð á þessu svæði án rafmagns.


2 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page