Um síðustu helgi kepptu þau Heiða Lára og Pétur Már í 22PR sem haldið var hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs í Digranesi. 20 keppendur voru skráðir til leiks og enduðu Heiða og Pétur í 9. og 14. sæti. Sigurvegarar mótsins voru Einar Pétursson, Ármann Guðmundsson og Bjarni Valsson.
Þetta var þriðja mótið í mótaröðinni og eftir 3 mót er Heiða Lára í 4. sæti og Pétur í 11. sæti af 34 keppendum. Hægt er að sjá fleiri myndir á
Facebook síðu Skotíþróttafélags Kópavogs https://www.facebook.com/skotkop

Myndin er tekin af facebooksíðu Skotíþróttafélags Kópavogs.
Comments