top of page
Search
Writer's pictureskotgrundmot

HÍB kom í heimsókn

Síðastliðinn laugardag kom Hið íslenska byssuvinafélag í heimsókn og hélt herrifflakeppni á skotæfingasvæðinu okkar. Skotið var fríhendis á 100 m færi og á borði á 200 m færi úr rifflum sem framleiddir voru fyrir 1945. HÍB fer reglulega í veiðiferðir, fá til sín kynningar á byssutengdu efni og halda skotkeppnir. Á öllum viðburðum er mikið lagt upp úr að borða villibráð sem þeir elda sjálfir eða fá til sín góða kokka. Við þökkum HÍB fyrir heimsóknina og góða umgengni um æfingasvæðið.


11 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page