Í gær kom íþrótta- og æskulýðsnefnd Grundarfjarðarbæjar í heimsókn á skotæfingasvæðið ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa Grundarfjarðarbæjar. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér starfsemi félagsins og framtíðarsýn. Eftir stutta kynningu á félaginu fengu þau auðvitað að próf að skjóta og svo endaði heimsóknin með góðu spjalli. Við þökkum íþrótta- og æskulýðsnefndinni og Ólafi íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir góða heimsókn.

Comments