Á miðvikudaginn vorum við með árlega sumarsólstöðuskemmtun á skotsvæðinu. Við fengum alveg frábært veður og það hefði ekki verið hægt að hugsa sér það betra. Á þriðja tug skotmanna mættu í brakandi sól og logni til að taka þátt.
Um miðnætti voru grillaðar pylsur og svo var haldið áfram að skjóta fram á nótt. Við erum strax farin að hlakka til að hittast að ári liðnu. Hægt er að skoða myndir frá viðburðinum á facebooksíðu félagsins.
Comments