top of page
Search

Vel heppnað PRS mót

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmeistaramót í PRS riffilskotfimi á æfingasvæði félagsins, en mótið var hluti af Íslandsmeistaramótaröðinni sem alls telur 6 mót. Keppt var í tveimur flokkum, opnum flokki og verksmiðjuflokki. Skotið var á tveimur brautum samtímis og alls voru skotnar 14 þrautir sem skiptust niður á tvo daga. Fyrri daginn voru skotnar 8 þrautir og seinni daginn 6 þrautir. Sigurvegari mótsins var Stefán Eggert Jónsson með 95 "hit". Í öðru sæti var Þorgrímur Dúi Jósefsson með 81 "hit" og rétt á eftir var Einar Pétursson með 80 "hit".

Dagný Rut fékk fyrstu verðlaun í verksmiðjuflokkinum en hún var eini keppandinn sem keppti í þeim flokki. Heilt yfir var skemmtilegt mót og mikil stemmning var í hópnum. Næsta mót verður haldið hjá Skaust (Skotfélag Austurlands) dagana 22. - 23. júlí.25 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page