top of page
Search

Vegurinn hækkaður

Þessa dagana standa yfir endurbætur á veginum upp að skotæfingasvæðinu. Vegurinn verður hækkaður umtalsvert og þá verður beygjan út af Kolgrafafjarðarvegi breikkuð og hækkuð.

Með tilkomu nýja skothússins og fjölgun félagsmanna eru skotæfingar stundaðar flestar vikur ársins á æfingasvæðinu. Kolgrafafjarðarvegur hreinsar sig vel af snjó og er oftast fær, en afleggjarinn upp að skotsvæðinu sem er um 320 m langur getur oft verið þungfær. Því var ákveðið að hækka veginn svo hægt sé að komast að skotsvæðinu allt árið.


Svo styttist í að við fáum nýja félagsheimilið sem við keyptum afhent og þá þarf að flytja húsið inn á skotsvæði á flutningabíl og fá til verksins stóran krana. Þessar vegaframkvæmdir eru liður í að undirbúa þann flutning.


 
 
 

Comments


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page