top of page
Search

Veglegur peningastyrkur frá Vinstri grænum í Grundarfirði

Writer's picture: skotgrundmotskotgrundmot

Við erum djúpt snortin og ákaflega þakklát, því í gær fékk Skotfélag Snæfellsness veglega peningagjöf frá Vinstri grænum í Grundarfirði, sem gefin var í minningu Ragnars Elbergssonar.


Gjöfin er ætluð til rafvæðingar skotsvæðisins og eflingar félagsins, en félagið hefur barist fyrir því í 14 ár að fá rafmagn á skotsvæðið. Okkur dreymir um að geta verið með öflugt íþróttastarf fyrir börn og fullorðna allt árið um kring, en það ekki er ekki hægt án þess að vera með rafmagn og frostfrí hús.


Undanfarna mánuði höfum við verið með allar árar úti í von um að finna leiðir til að fá rafmagn, en það mun kosta að lágmarki 15 milljónir. Það er stór biti fyrir félag sem er með litla veltu og er í mikilli uppbyggingu. Þessi gjöf kemur því eins og himnasending sem gefur okkur svo sannarlega vind í seglin og trú um að okkur takist að ná markmiðum okkar.


Við sendum okkar bestu þakkir fyrir þennan rausnarlega styrk og við trúum því að hann muni skila sér í þágu samfélagsins með öflugu íþrótta- og tómstundastarfi. Takk fyrir okkur.


4 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page