Vatn komið á svæðið
- skotgrundmot
- May 27
- 1 min read
Það var mjög stór dagur hjá Skotfélagi Snæfellsness í gær þegar æfingasvæðið fékk rennandi vatn í fyrsta sinn. Búið er að gera vatnsból í um 40 metra hæð yfir sjávarmáli og plægð var niður 600 metra löng vatnslögn að æfingasvæðinu og við erum því komin með rennandi vatn í húsin okkar. Vatnsleysi hefur hrjáð okkur alveg frá stofnun félagsins en þessi stóra framkvæmd mun lyfta starfsemi félagsins á hærra plan og gera alla aðstöðu betri. Kári Hilmarsson sá um skipulagninu og framkvæmd verksins ásamt BB og synir ehf. sem aðstoðuðu okkur með vélavinnuna. Þetta er risastór dagur í sögu félagsins og við þökkum strákunum fyrir þeirra vinnu og góða umgengni um náttúruna, en snyrtilegur frágangur var hafður í fyrirrúmi.

Comments