top of page
Search
Writer's pictureskotgrundmot

Unnsteinn Guðmundsson heiðraður

Á gamlársdag var Unnsteinn Guðmundsson heiðraður af Íþrótta- og tómstundanefnd Grundarfjarðarbæjar fyrir óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf hjá Skotfélagi Snæfellsness, en Unnsteinn hefur verið stór hluti af félaginu alveg frá stofnun félagsins.


SJÁLFBOÐALIÐI Í 35 ÁR:

Unnsteinn var eins og Steini og Birgir einn af stofnendum félagsins fyrir 35 árum, þá aðeins 21 árs gamall. Unnsteinn var kosinn inn í stjórn félagsins árið 1989 og sat í stjórn félagsins óslitið í 17 ár eða til ársins 2006. Þá ákvað hann að hleypa öðrum að, en hefur þó starfað fyrir félagið af lífi og sál síðan.

Unnsteinn hefur verið manna duglegastur þegar kemur að viðhaldi- og umhirðu á leirdúfkastvélum félagsins og öðrum búnaði. Hann hefur einnig átt stóran þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað á æfingasvæðinu undanfarin ár og oft hefur Unnsteinn séð um að útvega efni og tæki til framkvæmdanna. Unnsteinn er mjög hugmyndaríkur, vandvirkur og ekki síst raunsær þegar kemur að uppbyggingu æfingasvæðisins. Hann er ekki að mikla hlutina fyrir sér heldur tekur bara af skarið og gerir það sem þarf að gera, hvort sem hann gerir það einn síns liðs eða fær aðra með félagsmenn í lið með sér. Félagið væri ekki eins öflugt og það er í dag ef það væri ekki fyrir störf Unnsteins.


Unnsteinn er mjög drífandi og vill hafa snyrtilegt í kringum sig. Þegar aðrir félagsmenn eru að æfa- og undirbúa sig fyrir keppni þá fórnar Unnsteinn iðulega síðustu dögunum fyrir mót í að snyrta til á æfingasvæðinu svo það líti sem best út á keppnisdegi í stað þess að undirbúa sjálfan sig fyrir mót. Félagið er alltaf í forgangi í huga Unnsteins og það má heyra í allri umræðu hvað félagið er honum kært.


Þá er unglingastarf félagsins ofarlega í huga Unnsteins og hann er alltaf tilbúinn að taka á móti nýjum félagsmönnum og leiðbeina þeim. Unnsteinn hefur t.d. að eigin frumkvæði staðað fyrir fræðslu um umhirðu skotvopna heima í bílskúr fyrir óreyndari skotmenn, öllum að kostnaðarlausu. Það er ómetanlegt að eiga félagsmenn eins og Unnstein. TAKK UNNSTEINN.


12 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page