Við óskum eftir tilnefningum sem íþróttamaður HSH og einnig tilnefningum sem íþróttamaður Grundarfjarðar. Við tilnefnum á hverju ári einstaklinga sem hafa skarað framúr á sviði skotíþrótta til HSH og svo auglýsir Grundarfjarðarbær eftir tilnefningum sem íþróttamaður Grundarfjarðar. Viðkomandi þarf að hafa lögheimili í Grundarfirði.
Hægt er að senda tilnefningar á skotgrund@gmail.com. Með tilnefningum þarf að fylgja fullt nafn á þeim sem tilnefnd eru og einnig greinargerð af hverju viðkomandi fær tilnefningu.

Arnar Geir var valinn íþróttamaður HSH árið 2023.
Comments