top of page
Search
Writer's pictureskotgrundmot

Strákarnir okkar hefja keppni í dag

Strákarnir okkar hefja keppni á heimsmeistaramótinu í dag laugardag kl. 07:00 eða kl. 13:00 á íslenskum tíma.

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkar mönnum síðan þeir komu út. Á fimmtudaginn fengu þeir klukkutíma til að núlla rifflana sína og það lítur allt vel út. Eftir það fóru þeir og skoðuðu básana hjá styrktaraðilum og fengum að prufa allskonar dót og þeir eru búnir að prófa ýmsan búnað og skotvopn.

Eftir hádegið fóru þeir á námskeið í að lesa vind og eftir það var farið að spjalla við aðra keppendur og kynnast þeim. Svo var matur og því næst opnunarhátíð mótsins.


Í gær föstudag fóru þeir út á keppnissvæðið til að fylgjast með hinum flokkunum keppa og finna skotmörkin og skoða landslagið í kring. Svo enduðu þeir daginn á að fara yfir mótabókina og gera klárt fyrir morgundaginn. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í dag. Hæg er að fylgjast með þeim hér: https://m.youtube.com/watch?v=ioV2vJPjbWE


13 views0 comments

Comments


bottom of page