Stjórnarfundur
- skotgrundmot
- Jun 6
- 1 min read
Í gær kom stjórn félagsins saman til þess að ræða málefni félagsins. Félagsmenn eru búnir að standa í ströngu síðustu vikur og það er búið að vera mikið að gera hjá stjórn félagsins í að skipuleggja framkvæmdir og útvega fjármagn til framkvæmda. Þessi fundur var líka sögulegur á því leytinu til að hann var haldinn í nýja félagsheimilinu og var þetta fyrsti fundurinn sem haldinn er í nýja húsinu.
Það helsta sem rætt var á fundnum var fjármagnsstaða félagsins, uppgjör á þeim framkvæmdum sem lokið er, rafmagnsmál, ljósleiðari, steypuvinna, varmadælur í félagsheimilið, innréttingar á salernin, kaup á gluggum og hurðum í nýja félagsheimilið ásamt klæðningu, hjartastuðtæki, lagfæring á vegi, frágangur í skothúsinu, sjómannadagsmótið var gert upp og mikill tími fór í að ræða Fossbúinn Challenge PRS mótið sem haldið verður í ágúst. Það eru spennandi tímar framundan en við þurfum að forgangsraða verkefnum eftir fjárhagsstöðu. Við munum færa frekari fréttir hér á heimasíðu félagsins.

Comments