top of page
Search

Stórskemmtileg sýning

Writer's picture: skotgrundmotskotgrundmot

Í gær vorum við með stórskemmtilega sýningu í tilefni af Rökkurdögum sem haldnir eru í Grundarfirði. Sýningin var skipulögð af félagsmönnum og þar gafst fólki tækifæri til þess að kynna sér íþróttaskotfimi og skotvopn, fræðast um starfsemi Skotfélags Snæfellsness og spjalla um skotíþróttir og veiði.


Fjöldi fólks mætti til að skoða sýninguna en sýningunni var skipt upp í nokkra flokka en þar var herrifflaþema, veiðirifflaþema, skammbyssuþema, skotfimi, PRS, veiði, haglabyssur og kúrekaþema þar sem okkar maður Steini "gun" var fremstur í flokki. Þetta var stórskemmtilegt kvöld þar sem félagsmenn skemmtu sér vel og ekki var annað að sjá en að gestir sýningarinnar hafi líka skemmt sér vel.


20 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page