Nú ríkir vetrarfærð víða um land. Veturinn hefur verið óvenju snjóþungur hjá okkur og ófært hefur verið inn að skotsvæðinu upp á síðkastið. Um síðustu helgi bættist svo við rúmlega 30 cm jafnfallinn snjór og svo fór að blása. Það er því búið að vera alveg ófært að æfingasvæðinu.
Í dag var vegurinn ruddur og nú er aftur orðið fært. Félagsmenn voru ekki lengi að bregðast við og hófu skotæfingar, en fyrsta PRS mót ársins er einmitt næsta laugardag.
Mynd frá síðasta vetri
Comments