Í dag fagnar Skotfélag Snæfellsness 37 ára starfsafmæli. Félagið er eitt elsta skotfélagið á Íslandi, en það var stofnað af skotáhugamönnum í Grundarfirði árið 1987. Í upphafi hét félagið "Skotgrund - skotveiðifélag Grundarfjarðar og nágrennis" en árið 2014 var nafni félagsins breytt í Skotfélag Snæfellsness og félagið hefur nú starfað undir því nafni í 10 ár.
Starfsemi félagsins hefur aldrei verið öflugri en einmitt nú og mikil uppbygging er hjá félaginu. Félagsmenn eru á öllum aldri en þeir eru 245 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Það er margt spennandi framundan hjá félaginu s.s. nýtt félagshúsnæði o.fl. og við erum spennt fyrir komandi tímum.
Comentários