Í dag fagnar Skotfélag Snæfellsness 36 ára starfsafmæli, en félagið var stofnað af skotáhugafólki árið 1987 og er eitt elsta skotfélagið á Íslandi. Stofnfundur félagssins var haldinn 10. október 1987 og fljótlega var undirritaður leigusamningur um afnota af landsvæði í Kolgrafafirði fyrir skotæfingasvæði. Við höfum við verið með svæðið á leigu í 35 ár og þar hefur átt sér mikil uppbygging og félagið er að vaxa og dafna með hverju árinu sem líður. Hægt er að lesa meira um sögu félagsins hér.
top of page
bottom of page
Comentarios