top of page
Search

Skotfélag Akraness kemur í heimsókn

Skotfélag Akraness ætlar að koma í heimsókn á laugardaginn og endurvekja vinafélagasamband félaganna. Við ætlum að skjóta skeet saman og svo ætla þau að prófa riffilbrautina okkar og við skjótum eitthvað saman úr rifflum. Þetta verða kannski 3-4 tímar plús.

Við ætlum að byrja upp úr kl. 11:00 og æfingasvæðið verður lokað á meðan, en það væri gaman ef sem flest okkar hefðu tök á að mæta og taka þátt. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Jón Pétur s. 8631718. Svo eru auðvitað öllum velkomið að kíkja við þó menn vilji ekki taka þátt.


1 view0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page