Skotfélag Akraness ætlar að koma í heimsókn á laugardaginn og endurvekja vinafélagasamband félaganna. Við ætlum að skjóta skeet saman og svo ætla þau að prófa riffilbrautina okkar og við skjótum eitthvað saman úr rifflum. Þetta verða kannski 3-4 tímar plús.
Við ætlum að byrja upp úr kl. 11:00 og æfingasvæðið verður lokað á meðan, en það væri gaman ef sem flest okkar hefðu tök á að mæta og taka þátt. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Jón Pétur s. 8631718. Svo eru auðvitað öllum velkomið að kíkja við þó menn vilji ekki taka þátt.
Comments