Í gær fengum við góða gesti í heimsókn en það voru félagar úr Skotfélagi Akraness. Við byrjuðum daginn á því að skjóta leirskífur og svo var farið yfir á riffilsvæðið þar sem var mikið spjallað og spekúlerað. Algjörlega frábær dagur. Skotið var fram að kvöldmat en erfitt var að slíta sig frá þessu og halda heim því veðrið var með besta móti. Við þökkum Skotfélagi Akraness fyrir skemmtilega heimsókn og við hlökkum til að hittast aftur.
top of page
bottom of page
Comments