Félagið hefur fjárfest í mjög öflugri sólarsellu sem verið er að setja upp á æfingasvæðinu. Eins og flestum félagsmönnum er kunnugt þá er ekki útlit fyrir að við fáum rafmagn á næstu misserum, en með þessari fjárfestingu er verið að bæta aðstöðu félagsmanna og öryggi enn frekar. Með sólarsellunni verða settar upp eftirlitsmyndavélar og annar búnaður svo hægt sé að fylgjast með veðri á æfingasvæðinu o.fl.

Comments