top of page
Search

Félagsgjöld

Nú er verið að senda út greiðsluseðla fyrir félagsgjöldum fyrir þetta starfsár. Greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka félagsmanna. Vonandi sjá flestir sér fært um að greiða félasgjaldið fúslega svo við getum haldið uppbyggingunni á æfingasvæðinu áfram.


Félagsgjaldið hefur verið óbreytt í yfir áratug en á áðalfundi félagsins í byrjun sumars var ákveðið að hækka félagsgjaldið um 1.000 kr. vegna mikillar uppbyggingar á æfingasvæðinu og kostnaðarsamra útgjaldarliða.


Undanfarna mánuði og ár hefur stjórn félagsins ítrekað fengið áskoranir frá félagsmönnum um að hækka félagsgjöldin umtalsvert og jafnvel þrefalda það því aðstaðan er orðin svo góð. Stjórn félagsins er þó þeirrar skoðunar að félagsgjöldum skuli stillt í hóf svo að sem flestir geti tekið þátt. Þeir sem vilja greiða meira geta greitt aukalega með millifærslu á reikning félagsins Kt. 670490-1499 Banki: 0191-26-802


Eldriborgarar, makar og öryrkjar greiða áfram hálft gjald (3.500 kr.). Frítt er fyrir 18 ára og yngri.


8 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page