top of page
Search

Rifflar fyrir nýliða

Síðastliðinn mánudag fengum við í hús nýja riffla sem keyptir voru til þess að nota við þjálfun nýliða og önnur námskeið. Félagið hefur um árabil boðið upp á grunnnámskeið fyrir byrjendur og unglinga, haldið konukvöld, unglingakvöld og fleiri viðburði. Fljótlega verða auglýst námskeið þar sem áhugasömum býðst tækifæri til að kynna sér skotíþróttir og læra að skjóta í mark.

Markmið félagsins er að auka útbreiðslu skotíþrótta og bjóða upp á góða aðtöðu til skotæfinga þar sem allir fá að taka þátt. Með nýja búnaðinum getum við betur tekið á móti nýliðum og áhugasömu fólki. Það var verslunin Vesturröst sem útvegaði þennan flotta búnað og færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir.


 
 
 

Comments


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page