top of page
Search

Opin PRS æfing á laugardaginn - allir velkomnir

PRS Ísland verður með opna æfinga á æfingasvæðinu okkar í Kolgrafarfirði næstkomandi laugardag. Farið verður yfir öryggis- og keppnisreglur íþróttarinnar, búnaður kynntur og þrautir skotnar undir leiðsögn meðlima PRS hreyfingarinnar.


Æfingin hefst kl. 11:00 og stendur yfir til kl. 15:00. Þáttakendur þurfa ekki að vera mættir við upphaf æfingar heldur er frjálst að mæta hvenær sem er. Þáttakendur þurfa ekki að vera meðlimir í PRS Ísland eða skrá sig sérstaklega á æfinguna og það þarf engan sérstakann riffil eða caliber til að taka þátt.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir skotfólk á Vesturlandi til að kynna sér íþróttina fyrir mótið sem haldið verður aðra helgi hér á Snæfellsnesi.

Þrautirnar verða hugsaðar fyrir miðkveikta riffla en bjöllur fyrir .22LR verða einnig á staðnum.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá bendum við á hópinn á facebook þar sem viðburða- og mótadagskrá er tilkynnt og umræða um sportið, græjurnar, endurhleðslu o.fl. fer fram.

Stutt kynningarmyndband um PRS: https://www.youtube.com/watch?v=4M4zXBnNyoU

PRS umræðuhópur á facebook: https://www.facebook.com/groups/prsiceland/



14 views0 comments

Comentarios


bottom of page