Skotfélag Snæfellsness hefur undirritað kaupsamning á nýju 60 m2 félagsheimili fyrir æfingasvæði félagins. Húsið er timburhús með rúmgóðum samverusal, salerni, geymslurými og aðstöðu til eldunar. Félagið hefur greitt helming kaupverðsins og er nú að undirbúa sökkla undir húsið. Við fáum húsið þó ekki afhent alveg strax og við höfum því tíma til að undirbúa flutninginn og fjármagna það sem uppá vantar.
Með nýja félagsheimili mun öll aðstaða til skotæfinga og mótahalds verða betri.
Comments