top of page
Search

Ný riffilbraut

Undanfarna daga höfum við verið að vinna við það að setja upp nýja riffilbraut á æfingasvæðinu. Nýja brautin verður samsíða eldri brautinni og verður beint fyrir framan nýja skothúsið. Brautirnar eru báðar 12 metra breiðar og liggja samsíða. Eldri brautin verður hugsuð fyrir útiborðin og sú nýja fyrir skothúsið. Við getum þá verið með 12 öflug skotborð í notkun á sama tíma þegar haldnir verða viðburðir og mót.


Það er ómetanlegt hvað við eigum marga góða félagsmenn sem eru tilbúnir að leggja á sig óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf fyrir félagið. Á nokkrum mínútum var búið að kalla saman hóp manna, lyftara, traktorsgröfu og vörubíl til þess að vinna í brautinni, án nokkurs fyrirvara. Þetta er algjörlega ómetanlegt. Þetta væri heldur ekki hægt án stuðnings öflugra fyrirtækja eins og Ragnar og Ásgeir ehf., G.run hf., Almennu Umhverfisþjónustunnar ehf. o.fl. sem hafa stutt okkur á margvíslegan hátt.14 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page