Skotfélag Snæfellsness hefur tekið í notkun nýja heimasíðu sem kemur í staðinn fyrir eldri heimasíðu félagsins. Fyrri síðan var tekin í notkun 14. janúar 2007 og hefur því þjónað félaginu í 14 ár. Það var því orðið tímabært að taka í notkun nýrri og aðgengilegri heimasíðu.
Nýja síðan hefur verið í smíðum í nokkra mánuði og við vonum að með henni verði aðgengi að upplýsingum aðgengilegri og þar verða skipulagðir viðburðir auglýstir.
Gamla síðan mun þó vera áfram virk í nokkra mánuði en hún verður þó ekki uppfærð frekar.
Commenti