top of page
Search

Ný aðstaða sett upp fyrir keppni í PRS

Þessa dagana eru okkar menn í Stykkishólmi að smíða þrautir fyrir æfingar og keppni í PRS til að setja upp á æfingasvæðinu. Til stendur að setja upp sérstaka PRS braut samsíða riffilbrautinni þar sem valdar þrautir verða alltaf tilbúnar til notkunar. Félagarnir Arnar Geir, Kári Hilmars og Gunnar Ásgeirs eru búnir að smíða fjölmargar þrautir í gegnum árin, en þessar þrautir verða smíðaðar úr stáli og steyptar fastar. Það mun bæta alla aðstöðu til skotæfinga allt árið og þá fer minni tími í undirbúning og frágang fyrir æfingar og keppni. Hægt er að sjá fleiri myndir á facebook síðu félagsins.


Við þökkum Adda, Kára og Gunna fyrir ómetanlegt framlag þeirra til félagsins og Skipavík ehf. sem hefur lánað okkur aðstöðu og tæki til að smíða þrautirnar.


10 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page