top of page
Search

Maríuerlan flutt inn

Maríuerla nokkur hefur um árabil gert sér hreiður undir sólpallinnum við félagsheimilið okkar á skotsvæðinu. Það er alltaf jafn gaman þegar vorið kemur og við sjáum Maríuerluna komna aftur. Á síðasta ári settum við upp nokkur fuglahús á skotsvæðinu til þess að auðvelda henni hreiðurgerð og tók hún því mjög vel, því í fyrra gerði hún hreiður í fuglahúsinu sem er utan á félagsheimilinu okkar.


Nú er hún komin aftur og hefur valið að gera sér hreiður í fuglahúsinu sem er staðsett á gafli nýja skothússins, en þar er ein af eftirlitsmyndavélunum okkar líka staðsett. Það er því gaman að fylgjast með henni vinna hörðum höndum við hreiðurgerð. Við biðjum félagsmenn um að hjálpa okkur að passa upp á að hún fái frið til hreiðurgerðar.


0 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page