top of page
Search

Maríuerlan er flutt inn

Maríuerlan sem hefur haldið til við félagsheimilið okkar undanfarin ár er flutt inn í húsið sem við settum upp fyrir hana. Hún hefur sett upp varp við húsið nokkur ár í röð og við ákváðum því að setja upp fuglahús fyrir hana. Svo virðist vera að henni hafi litist vel á húsið því nú hefur hún búið þar til hreiður.

Maríuerla er lítill og kvikur spörfugl með langt stél sem hann veifar í sífellu. Verpur á sveitabæjum, í þéttbýli, klettum við sjó, við vötn og ár og víðar á láglendi. Hreiðrið er vönduð karfa í holu eða gjótu, hlöðnum vegg, á sperru eða undir þakskeggi, undir brú eða jafnvel í grenitré. Maríuerla er farfugl, hún flýgur til Vestur-Afríku á haustin. Varpheimkynni hennar eru um mestalla Evrópu og Asíu. Upplýsingar teknar af www.fuglavefur.is

7 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page