top of page
Search

Ljósavélin tekin í gegn og skipt um tímareim

Writer: skotgrundmotskotgrundmot

Ljósavélin okkar er aftur farin að snúast. Hún bilaði síðasta sumar og brugðum við á það ráð að kaupa aðra vél til þess að nota þar til að þessi kæmist aftur í lag.

Nú erum við búin að fá varahluti í vélina og Birgir Guðmunds og Steini gun eru búnir að taka hana í gegn frá a til ö. Henni verður fljótlega komið fyrir á æfingasvæðinu aftur því hún er mun einfaldari í notkun en vélin sem keypt var til bráðabirgða.



Við erum búin að vera að vinna í því frá árinu 2012 að fá rafmagn á æfingasvæðið en ekki haft erindi sem erfiði ennþá og því þurfum við að treysta á ljósavél sem orkugjafa. Við erum þó ekki búin að gefa upp alla von um að fá rafmagn því það er lykillinn að áframhaldandi uppbyggingu á æfingasvæðinu.






 
 
 

Comments


HAFÐU SAMBAND

Skotgrund Skotfélag Snæfellsness

Fossahlíð 3

350 Grundarfirði

​​

Kt. 670490-1499

Banki: 0191-26-802

skotgrund@gmail.com

  • Facebook
  • Instagram
  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2020 Skotfélag Snæfellsness

bottom of page