Lionsklúbbur Grundarfjarðar styrkir Skotfélag Snæfellsness
- skotgrundmot
- Jun 3
- 1 min read
Þann 8. mars síðastliðinn hélt Lionsklúbbur Grundarfjarðar árlegt kútmagakvöld þar sem safnað var fyrir íþróttafélögunum Skotfélag Snæfellsness og Golfklúbbnum Vestarr, en bæði félögin eru í mikilli uppbyggingu á íþróttasvæðunum sínum. Síðastliðinn föstudag var fulltrúm félaganna tveggja svo afhent vegleg peningagjöf en Lionsklúbburinn styrkti hvort félag um eina milljón krónur til uppbyggingar á æfingasvæðunum. Þessi rausnarlegi styrkur mun svo sannarlega koma sér vel hjá báðum félögum og gefa sjálfboðaliðum félaganna vind í seglin til áframhaldandi uppbyggingar.
Eins og mörgum er kunnugt er Skotfélag Snæfellsness er í mikilli uppbyggingu þessa dagana og má þar nefna nýtt félagsheimili, vatnsveitu, rafmagn o.fl. Allt er unnið í sjálboðavinnu en uppbyggingin er þó mjög kostnaðarsöm og því mun þessi peningastyrkur nýtast félaginu vel. Markmið félagsins er að byggja upp fyrsta flokks æfingasvæði fyrir skotíþróttir sem komandi kynslóðir á Snæfellsnesi munu njóta góðs af í framtíðinni. Takk fyrir okkur.

Hér má sjá fimm fulltrúa Lionsklúbbs Grundarfjarðar ásamt tveimur fulltrúum frá Skotfélagi Snæfellsness og tveimur fulltrúum frá Golfklúbbnum Vestarr. Myndina tók Tómas Freyr Kristjánsson.
FV. Guðmundur Smári Guðmundsson, Salbjörg Nóadóttir, Olga Sædís Einarsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Guðni Guðnason, Unnsteinn Guðmundsson, Jón Pétur Pétursson, Garðar Svansson og Anna María Reynisdóttir.
Comentarios