Í síðustu viku barst okkur veglegur peningastyrkur frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar sem ætlaður er upp í kostnað við framkvæmd við vatnsveitu fyrir skotæfingasvæðið. Framkvæmdin hefur verið í undirbúningi í lengri tíma og á næstu misserum verður gefið út framkvæmdaleyfi fyrir vatnsveitunni. Þá fáum rennandi vatn í fyrsta skipti á æfingasvæðið sem verður gríðarlega mikil framför og lyftistöng fyrir félagið.
Hingað til höfum við þurft að flytja vatn í 1000 lítra tanki á æfingasvæðið. Við hann var tengd vatnsdæla sem dældi vatni í salernin og handlaugar og af því við erum ekki enn komin með rafmagn þá hefur þurft að setja í gang ljósavél til þess að fá rafmagn í vatnsdæluna. Þennan búnað höfum við þurft að sætta okkur við hingað til, en hann gátum við samt bara notað yfir sumarmánuðina því húsin hjá okkur eru ekki frostfrí vegna rafmagnsleysis.
Við færum Lionsklúbbi Grundarfjarðar okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn því vatsveitan mun skipta okkur miklu máli. Svo vonum við að okkur takist einnig að fá rafmagn á svæðið áður en langt um líður.

Comments