top of page
Search

Landsmót í loftskammbyssu

Síðastliðinn laugardag var haldið Landsmót í loftskammbyssu og loftriffil hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs í Digranesi. Mótið var mjög fjölmennt en 30 skyttur tóku þátt í mótinu og þar af áttum við tvo keppendur, en það voru þau Heiða Lára og Pétur Már.


Íslandsmetið í liðakeppni kvenna féll en þær Jórunn Harðardóttir (547), Kristína Sigurðardóttir (538) og Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir (474) skipuðu lið Skotfélags Reykjavíkur og enduðu með 1.559 stig. Gamla metið átti lið SA sem var 1542 stig.


Í kvennaflokki endaði Heiða Lára í þriðja sæti með 535 stig. Pétur Már fékk 446 stig en hægt er að sjá úrslit mótsins hér:


Hér er svo umfjöllun fjölmiðla um íslandsmetið:

Myndin er fengin af heimasíðu Skotfélags Reykjavíkur https://www.sr.is/

11 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page