Það er búið að vera nóg að gera hjá Heiðu Láru og Pétri en þau keppa flestum þeim mótum sem þau eiga kost á að taka þátt í. Síðastliðinn laugardag var Landsmót STÍ haldið hjá Skotdeild Keflavíkur og þar var okkar fólk mætt til keppni. Keppt var í loftskammbyssu og loftriffli.
Loftskammbyssa:
3 konur kepptu í Loftskambyssu, Tatjana Jastsuk í SFK með brons og 442 stig í sínu fyrsta móti, Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur (SR) með silfur og 530 stig og svo var Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir í Skotgrund Skotfélagi Snæfellsnes (SSS) tók svo gullið með 535 stig. Pétur Már fékk brons í sínum flokki. Til hamingju bæði tvö.
Loftrifill:
Í Karlaflokki var Guðmundur Helgi SR í fyrsta sæti með 559.5 stig, í öðru sæti var Sigurbjörn Jón Gunnarsson SR með 536.7 stig og svo í þriðja sæti Bjarki Karl Snorrason SR með 517.0 stig. Í kvennaflokki voru tveir keppendur, Jórunn Harðardóttir SR sem tók gullið með 597.4 stig og hún Aðalheiður Lára úr SSS tók silfrið á 545.8 stigum og skaut sig þá upp um flokk.
Hægt er að lesa meira hér: https://sti.is/2024/12/02/5642/ og líka hér: https://www.facebook.com/skotdeilkeflavikur

Comments